Fréttir

10.12.2010

Heimboð Indverska sendiráðsins

Hönnuðum er boðið í kaffi og spjall milli kl. 11- 14 dagana 13. - 16. desember í Indverska sendiráðið, Skúlagötu 17, þar sem gefur að líta ýmsa bæklinga og sýnishorn frá Indlandi þar sem leður, fatnaður, skartgripir, krydd og annað kemur við sögu.

Þar sem við erum með svo margt skemmtilegt að sýna þér/ykkur frá Indlandi, langar okkur til þess að bjóða þér/ykkur i heimsókn til okkar hér á Skúlagötunni. Við höfum verið að safna að okkur ýmsum bæklingum og sýnishornum frá Indlandi þar sem leður, fatnaður, skartgripir, krydd og annað kemur við sögu.

Það væri okkur heiður ef þið sjáið ykkur fært að kíkja til okkar í kaffi og spjall milli kl 11- 14 alla daga í næstu viku nema á föstudaginn. (13. -16. des) Við höfum líka áhuga á því að hjálpa ykkur að stofna til viðskipta með traustum aðilum og benda ykkur á ráðstefnur og sýningar sem þið hafið áhuga á.

Endilega kikið við, hlökkum til að sjá ykkur.

Hilde B Hundstuen
Indverska sendiráðinu
Skúlagötu 17
101 Reykavík

indiansembassy.is
















Yfirlit



eldri fréttir