Arkitektahópurinn Skyggni Frábært stýrði „Lifandi vinnusmiðju“ á liðnu sumri en þar var á ferð átaksverkefni sem unnið var í góðri samvinnu við hin ýmsu svið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun.
Tuttugu ungmenni á aldrinum 18-24 ára voru ráðin til starfa til þess að rannsaka almenningsrými borgarinnar og vinna hugmyndir um endurbætur.
Vinnusmiðjan fékk til sín fjölda gestafyrirlesara sem fluttu fjölbreytt erindi sem flest áttu það sameiginlegt að fjalla um almenningsrými á einn eða annan hátt. Þau veittu okkur mikinn innblástur og var sérstaklega gaman að heyra um og fylgjast með þeim verkefnum sem unnið var að í Reykjavíkurborg s.l. sumar.
Til þess að deila þessari vitneskju og kynna alla þessa hópa og einstaklinga hefur Skyggni Frábært ákveðið að efna til málstofu um borgarrými
- miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 19:30 í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2, 101 Reykjavík.
Verið þið hjartanlega velkomin á UMBORT - málstofu um borgarrými.