Miðvikudaginn 1. desember verður jólasýning HANDVERKS OG HÖNNUNAR „Allir fá þá eitthvað fallegt…” opnuð í Aðalstræti 10.
Þetta er í ellefta sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN heldur jólasýningu með þessu nafni.
„Allir fá þá eitthvað fallegt…” er
sölusýning þar sem 24 aðilar sýna íslenskt handverk, listiðnað og
hönnun og eru munir afhentir í sýningarlok.
Allir munirnir á
jólasýningunni eru nýir en sérstök valnefnd valdi inn á sýninguna.
Drífa Hilmarsdóttir útstillingahönnuður sér um uppsetningu.
Sýnendur eru Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir / Aska,
Bjargey Ingólfsdóttir, Dóra Árna, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún
Indriðadóttir, Halla Ásgeirsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Helga Rún
Pálsdóttir, Hrafnhildur Bernharðsdóttir, Hulda og Hrafn / Raven Design,
Inga Elín, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Íris rós
Söring, Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir, Katrín Jóhannesdóttir, Kjartan
Gunnarsson, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Margrét
Guðnadóttir, Maria del Carmen, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigríður
Ásta Árnadóttir og Þuríður Steinþórsdóttir.
Aðsókn á jólasýninguna hefur verið mjög góð
undanfarin ár og óhætt að segja að sýningin hafi skipað sér fastan sess í
jólaundirbúningi landsmanna.
Sýningin er opin eins og verslanir í miðborginni til 23. desember.
Aðgangur er ókeypis.
www.handverkoghonnun.is