Fréttir

24.11.2010

EITTHVAÐ ÍSLENSKT | Sölubásar til leigu

Alla aðventuna að Skólavörðustíg 14 verður í gangi sölusýningin EITTHVAÐ ÍSLENSKT þar sem handverksfólk, listiðnaðarfólk og hönnuðir geta leigt sér bás til lengri og skemmri tíma á mjög sanngjörnu verði.

STAÐUR:
Skólavörðustígur 14, hornið á Skólavörðustíg og Óðinsgötu, beint á móti versluninni Geysir og versluninni Eymundsson. 

HEITI:
Sölusýningin hefur fengið nafnið EITTHVAÐ ÍSLENSKT og er hugsuð sem vönduð fjölbreytt sölusýning fyrir handverksfólk, listiðnaðarfólk og hönnuði til að selja vöru sína beint til viðskiptavina af götunni.

EITTHVAÐ ÍSLENSKT VERÐUR OPIÐ SEM HÉR SEGIR:
27. – 28. nóvember kl. 10-17 (fyrsta aðventuhelgin), 1. – 15. desember kl. 10-17, 16. – 23. desember kl. 10-22

SÝNINGARKERFI OG AÐSTAÐA:
2 inngangar eru beint inn af götunni. Sýningarkerfisbásar og lýsing er uppsett og tilbúið og hægt að skoða þetta auðveldlega utan frá. Sýningarkerfið og lýsing og rafmagn í hverjum bás er innifalið. Barnakrókur verður í kjallaranum. Einnig er sameiginlegt rými á neðri hæð fyrir þáttakendur til að leggja frá sér yfirhafnir og vörur og snæða. Hægt verður að leigja til viðbótarborð og hillur ef einhver óskar eftir slíku. Að öðru leyti verður hver með sinn stíl í framsetningu á vörum í sínum bás.

NEÐRI HÆÐ:
Til viðbótar við 9 bása á götuhæðinni þá er breiður og góður stigi niður á um 60m2 neðri hæð þar sem er 3ja metra lofthæð og vítt til veggja. Neðri hæðin hentar mjög vel fyrir myndverk eða annað sem þarf gott rými og eða veggpláss. Sýningarkerfi á neðri hæð verður í samræmi við þarfir leigjandans.

SAMEIGINLEGIR SÝNINGARGLUGGAR:
Sýningargluggar sem snúa út að Skólavörðustígnum verða nýttir sameiginlega af öllum sem eru með bása. Við leggjum fram innréttingu í gluggann.

Nánari upplýsingar um verð o.fl. er að finna hér en auk þess veitir Ingimundur Þór Þorsteinsson upplýsingar á netfangið ingimundur@internet.is og í síma 5652406 og 8246642.
















Yfirlit



eldri fréttir