Fréttir

24.11.2010

Aurum borðbúnaður

 
 
Aurum borðbúnaðurinn er afrakstur samstarfs Guðbjargar Ingvarsdóttur og finnska hönnunarteymisins Elinno.

Guðbjörg og Elinno sameinuðu reynslu og hugmyndafræði úr sitthvorum hönnunargeiranum við gerð borðbúnaðarins en hann er unninn út frá mynstrum úr skartgripalínum Guðbjargar.

Í skartgripalínum Aurum er víða að finna vísanir í náttúruna og við þróun borðbúnaðarins valdi Guðbjörg tvær einkennandi línur Aurum; Dögg og Heklu. Mynstrin eru sterk en fíngerð í senn og taka á sig nýja mynd í nýrri vöru. Við hönnunina voru gæði og tímaleysi höfð að leiðarljósi og er hugmyndin sú að borðbúnaðurinn eigi sér langa ævi og gangi kynslóða á milli. Einfaldleiki mynstranna gerir það að verkum að auðvelt er að blanda settunum saman og nota þau við öll tækifæri.

Borðbúnaðurinn er framleiddur úr hágæða postulíni (e. fine bone china) sem er sterkara en venjulegt postulín og þar af leiðandi endingarbetra. Engin eiturefni eru notuð og hugar Elinno að umhverfinu í allri sinni framleiðslu.

Aurum hefur sölu á borðbúnaðinum frá og með 26. nóvember í verslun sinni Aurum Hönnun & Lífsstíll við Bankastræti 4 í Reykjavík.

















Yfirlit



eldri fréttir