Fréttir

24.11.2010

Tilkynning frá Hönnunarsafni Íslands

Hönnunarsafn Íslands vill koma því á framfæri við alla hönnuði og arkitekta sem eru aðilar að félagasamtökum og fagfélögum sem standa að Hönnunarmiðstöð Íslands að aðgangur fyrir þá er ókeypis í safnið.

Framvísa þarf félagaskírteini.

Skólahópar og kennarar í listskapandi greinum fá ókeypis aðgang í safnið.

Á miðvikudögum er ókeypis fyrir allan almenning.

Safnið er opið alla daga nema mánudaga, frá kl. 12-17.

Nánari upplýsingar um safnið eru á heimasíðu þess: www.honnunarsafn.is
















Yfirlit



eldri fréttir