Möguleikar fyrirtækja til að fjármagna útflutning
þriðjudagur 23. nóvember 2010
Morgunverðarfundur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, þriðjudaginn 23. nóvember, kl. 8.30–10.00 á Hilton Reykjavík Nordica.
Íslandsstofa heldur morgunverðarfund sem ber yfirskriftina
„Möguleikar fyrirtækja til að fjármagna útflutning“ þar sem fjórum
bönkum verður boðið að kynna hvaða möguleikar þeir hafi upp á að bjóða
fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki.
Markhópur fundarins er lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru að huga að, eða eru í útflutningi.
Helstu umræðuefni eru:
• Hvaða þjónustu bjóða bankarnir upp á fyrir lítil og meðalstór
íslensk útflutningsfyrirtæki, eða fyrirtæki sem huga að útflutningi
• Hvað þurfa íslensk útflutningsfyrirtæki að hafa í huga þegar leitað er til bankanna.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is eða
í síma 511 4000.
Nánari upplýsingar veita Björn H. Reynisson,
bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson,
hermann@islandsstofa.is.