Fréttir

10.11.2010

Hugmyndahús Háskólanna

Þriðjudaginn 16. nóvember verður stelpu start-up í Hugmyndahúsi háskólanna. Einnig verður sýning á hönnun ungra kvenfatahönnuða frá Kiosk en þær voru þátttakendur í vinnusmiðju fatahönnuða í Hugmyndahúsinu.

Stelpu start-up er styrkt af Auði Capital

Dagskráin er eftirfarandi:
19.30 Húsið opnar
20.00 Reynslusögur:
Jóhanna Símonardóttir frá SJÁ viðmótsprófunum, sproti í 10 ár
Lukka Pálsdóttir frá Happ, sproti í 1 ár
Valgerður Halldórsdóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir frá Matador Media, í startholunum
Ólöf Ingólfsdóttir, Besta Fjallkonan 2010 flytur ljóð fjallkonunnar - Áhugaleikhús Atvinnumanna
Tískusýning frá ungum kvenfatahönnuðum í Kiosk með sýningarstúlkum frá Eskimo Models.

Stelpu start-up er hluti af kraftmiklu starfi Hugmyndahússins, þar sem allt er inni í myndinni og ekkert ómögulegt. Stelpu start-up er viðburður ætlaður til að efla og tengja stelpur á öllum aldri og hafa gaman af.

Í Hugmyndahúsinu eru 12 kvennafyrirtæki og munu 9 þeirra kynna starfssemi sína.
Það eru fyrirtækin:
Knitting Iceland - prjónaferðaþjónusta, útgáfa og kennsla
Skyggni Frábært - arkitektúr og skipulag
Hagsýn - rekstrar og bókhaldsþjónusta
Icelandic Cinema Online AURA - menningarstjórnun og ráðgjöf
FærID - vöruhönnuðir
Reykjavík Shopping Guide - ferða- og söluþjónusta
Matador Media - fjölmiðlafyrirtæki
Urbanistan - upplýsingatækni og arkitektúr

Úr Hugmyndasmiðjunni 2010 verða kynnt:
RóRó - leikföng
Rúnart - skartgripir
Hríslan - ís
Birta brött og bleik - menntun
Puzzled by Iceland - púsl

Ljósmyndasýningin ,,HERRAR, MENN OG STJÓRAR" í Hugmyndahúsinu hefur verið framlengd til og með Stelpu start-upi en þar sýnir Anna María Sigurjónsdóttir i tilefni 35 ára afmæli kvennafrídagsins, 35 myndir af 35 konum sem bera starfsheiti sem enda á herra, maður eða stjóri.

Stelpu start-up er hluti af Alþjóðlegri Athafnaviku.
















Yfirlit



eldri fréttir