Fréttir

9.11.2010

Hugmynd í framkvæmd | Fimmtudagserindi Toppstöðvarinnar

 
 
Bókhalds- og rekstrarfyrirtækið Hagsýn munu fara yfir mikilvæga þætti við mótun viðskiptalíkans og fjárhags- og viðskiptaáætlana í fimmtudagserindi Toppstöðvarinnar nk. fimmtudag 11. nóvember kl. 12 að Rafstöðvarvegi.

Liður í fyrirlestraröð Toppstöðvarinnar um stuðning, tæki og tól fyrir frumkvöðla er erindi þeirra Brynhildar og Svövu Huldar frá Hagsýn.

Brynhildur og Svava Huld eru frumkvöðlar og tóku þátt í Viðskiptasmiðju Klaksins síðastliðið vor, unnu verðlaun fyrir bestan árangur og stofnuðu fyrirtækið sitt, bókhalds- og rekstrarþjónustuna Hagsýn, í kjölfarið.

Brynhildur og Svava Huld munu fara yfir mikilvæga þætti við mótun viðskiptalíkans og fjárhags- og viðskiptaáætlana í þeim tilgangi að styrkja viðskiptalegar forsendur verkefna og ná til fjárfesta og styrkveitenda. Hagsýn býður frumkvöðlunum sem mæta á fyrirlestur Toppstöðvarinnar 15% afslátt af þjónustu sinni, komi þeir í þjónustu fyrir 31. janúar 2011. Í því felst m.a. undirbúningur og gerð fjárhags- og viðskiptaáætlana, aðstoð við styrkjaumsóknir, bókhaldsáskrift fyrir næsta rekstrarár og/eða uppgjör, ársreikningur og skattframtal fyrir árið 2010. Jafnframt fá allir sem koma á fyrirlesturinn og skrá sig á póstlistann frítt eintak af leiðavísi Hagsýnar um gerð viðskiptaáætlunar.

Áherslur Hagsýnar eru að veita frumkvöðlum markvissa og heildstæða ráðgjöf á mannamáli og kjörum sem þeir ráða við. Hagsýn sérhæfir sig í lausnum fyrir frumkvöðla, einyrkja og smærri fyrirtæki og veitir alhliða þjónustu á sviði viðskipta, t.a.m. aðstoð við fjárhags- og viðskiptaáætlanagerð, stefnumótun, styrkjaumsóknir, markaðsmál og bókhald. Þá er Hagsýn í samstarfi við JÁS Lögmenn sem veita frumkvöðlum betri kjör en gengur og gerist.

Hægt er að kynna sér þjónustuna á www.hagsyn.is og finna yfirlit yfir samstarfsaðila og umsagnir nokkurra þeirra frumkvöðla sem hafa nýtt sér þjónustu Hagsýnar 

Fyrirlesturinn er öllum og opinn og hönnuðir og frumkvöðlar eru sérstaklega hvattir til að koma.
















Yfirlit



eldri fréttir