Fréttir

1.11.2010

Hádegisfundir | Arkitektafélagið og Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar

Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar býður, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, til hádegisfunda á fimmtudögum í salarkynnum sviðsins á 7. hæð Höfðatorgi (ath. uppganga í eystri stigaturninum).

Mun sviðið jafnframt bjóða fundarmönnum léttar hádegisveitingar.

Minnum á þriðja fundinn í þessari spennandi fundaröð nú á fimmtudaginn kemur 4. nóvember. Félagsmenn fylktu liði á síðustu fundi og engin ástæða til að missa af þessum heldur: Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, mun pæla í höfuðborg.

Fundartími: Fimmtudagur 4. nóvember kl.12-13
Fundarstaður: Vindheimar á 7. hæð Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 - eystri stigaturn, efsta hæð.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Hugleiðingar - spjall - léttar veitingar.


















Yfirlit



eldri fréttir