Fréttir

25.10.2010

Allir fá þá eitthvað fallegt | Þátttaka í sýningunni

HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir sýningu á aðventunni eins og undanfarin tíu ár.

Annars vegar er leitað að nýjum verkum og hins vegar að nýju jólaskrauti. Allir sem vinna við listiðnað, hönnun og handverk geta tekið þátt. Engar takmarkanir eru á efni, formi eða stærð.

Innsendir munir verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

1. Verkin verða að vera ný þ.e. gerð á árinu 2010
2. Verkin mega ekki hafa verið til sölu eða til sýnis fyrir sýninguna.

Skila þarf inn fullunnum hlutum í síðasta lagi 13. nóvember 2010.

Fagleg valnefnd velur sýningarmuni. Gert er ráð fyrir að niðurstaða valnefndar liggi fyrir 20. nóvember. Þeir sem verða valdir til þátttöku greiða kr. 15.000.- í þátttökugjald vegna sýningarinnar.

Áætlað er að sýningin opni 4. des. er í Aðalstræti 10, í Fógetastofunum og á skörinni 2. hæð.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR sem er opin mánud. – föstud. frá kl. 9.00- 16.00.

Sendið umsóknir til:
HANDVERK OG HÖNNUN • Pósthólf 1556 • 121 Reykjavík eða afhendið í Aðalstræti 10, 2. hæð.
















Yfirlit



eldri fréttir