Flugfélag Íslands flýgur nú til Nuuk á Grænlandi allan ársins hring.
Það gefur Íslendingum tækifæri til að efla samskipti, verslun og viðskipti
við þessa góðu granna okkar í vestri. Grænlendingar hafa áhuga á að fá til sín
ferska matvöru með flugi frá Íslandi, útivistarfatnað, varahluti, blóm o.fl.
Flugfélag Íslands og Íslandsstofa hyggjast efna til kaupstefnu í Nuuk dagana
15.-19. nóvember, þar sem fyrirtækjum býðst tækifæri til að kynna vörur sínar og þjónustu. Kynningin mun fara fram í menningarhúsinu í Nuuk, Katuaq.
Kostnaður vegna þátttöku er 120.000 kr. fyrir manninn. (Innifalið er flug með sköttum,
hótelgisting á Hótel Hans Egede í þrjár nætur og kynningaraðstaða).
Það er von Íslandsstofu að með þátttöku nái þitt fyrirtæki forskoti á þessum markaði sem nú opnast með reglulegu frakt- og farþegaflugi til Nuuk.
Áhugasamir um þátttöku vinsamlega hafi samband við Berglindi Steindórsdóttur,
berglind@islandsstofa.is, Aðalstein H. Sverrisson,
adalsteinn@islandsstofa, sími 511 4000 eða Vigfús Vigfússon,
vigfusv@flugfelag.is sími 570 3406.
islandsstofa.is