Fréttir

18.10.2010

Stuðningur við frumkvöðla | Fimmtudagserindi Toppstöðvarinnar




Fimmtudagserindi Toppstöðvarinnar 28. október kl. 12.10 – 13.00. Stuðningur við frumkvöðla – Impra.


Frá og með næsta fimmtudegi, 28. október kl .12.10-13.00, hefst í Toppstöðinni röð erinda um stuðningsumhverfið sem til staðar er fyrir frumkvöðla varðandi stofnun fyrirtækis, stefnumótun, áætlanagerð, styrki, fjármál og fleira.

Erindin verða haldin annan hvern fimmtudag í Toppstöðinni og eru öllum opin. Frumkvöðlar og hönnuðir eru sérstaklega hvattir til að koma.

Tinna Jóhannsdóttir upplýsingafulltrúi Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands heldur fyrsta erindið næsta fimmtudag, 28. október kl. 12.10 - 13.00. Hún muna fara ofan í kjölinn á starfsemi Impru og hvernig frumkvöðlar geta nýtt sér þjónustu hennar. Impra er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki og er annað kjarnasviða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Impra veitir frumkvöðlum endurgjaldslausa leiðsögn við þróun viðskipta- og vöruhugmynda, stofnun og rekstur fyrirtækis og gerð viðskiptaáætlana. Impra starfrækir frumkvöðlasetur og er ráðgjafi stjórnvalda um stuðningsaðgerðir við nýsköpun. Auk þess er Impra vettvangur samstarfs íslenskra og erlendra frumkvöðla og lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð er á einum stað hægt að leita aðstoðar um allt sem við kemur viðskiptahugmyndum og almennum rekstri fyrirtækja. Hægt er að leita til sérfræðinga á ýmsum sviðum um leiðsögn og upplýsingar varðandi mismunandi þætti hugmynda og reksturs. Jafnframt eru gefin út leiðbeiningarit og fylgst náið með því sem er að gerast hérlendis og erlendis fyrir frumkvöðla og fyrirtæki.

Að loknu erindi verða umræður og Tinna svarar fyrirspurnum. Frumkvöðlar eru hvattir til að koma og allir eru velkomnir.

toppstodin.is
















Yfirlit



eldri fréttir