Fréttir

20.10.2010

Úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru


ANDREA MAACK PARFUMS

KRONbyKRONKRON

MUNDI

Katrín Ólína 
Í fréttatilkynningu frá Hönnunarsjóði Auroru segir:

Hönnunarsjóður Auroru úthlutar í dag, 21. október, 6.000.000 króna til fjögurra hönnuða sem vinna að þróun og fekari framgangi verkefna sinna. Sjóðurinn hefur leitast við að styrkja framúrskarandi hönnuði með heilsteypta viðskiptahugmynd og skýra framtíðarsýn.

Hönnunarsjóðurinn hefur mótað sér þá stefnu að fylgja eftir völdum verkefnum þannig að sá árangur náist sem viðkomandi hönnuður stefnir að. Þannig fá þrír aðilar framhaldsstyrki að þessu sinni til frekari eflingar verkefna sinna.

Þetta eru þau Andrea Maack með ANDREA MAACK PARFUMS, Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með KRONbyKRONKRON og Katrín Ólína til framleiðslu sérverkefna í tengslum við myndheim hennar. Öll eiga þessi verkefni sameiginlegt að ötullega hefur verið unnið í þeim frá fyrri styrkveitingum. Guðmundur Hallgrímsson, MUNDI hlýtur auk þess styrk í fyrsta skipti úr sjóðnum.

Um er að ræða þriðju úthlutun úr sjóðnum á þessu ári, en þá fimmtu frá því Hönnunarsjóðurinn hóf starfsemi sína í byrjun árs 2009.

Nánar á www.honnunarsjodur.is
















Yfirlit



eldri fréttir