Fréttir

30.8.2010

Stockholm Furniture Fair 2011

Sölusýningin Stockholm Furniture Fair fer fram dagana 8. - 12. febrúar 2011.

Hönnunarmiðstöð hefur áhuga á að heyra í þeim hönnuðum sem eru að stefna að því að taka þátt í sýningunni, með það fyrir augum að mynda tengsl á milli þeirra hönnuða - svo að huga megi að samlegð og samnýtingu ferla, s.s. leigu á kynningarbásum, kynningarferli o.fl.

Þeir hönnuðir sem áhuga hefðu á slíku vinsamlegast sendið póst á info@honnunarmidstod.is eða hafið samband í síma 771 2200.

Stefnt er að því að sýningin Iceland Contemporary Design verði sett upp í Stokkhólmi á þessum tíma.

Stockholm Furniture Fair er sölusýning sem býður upp á það áhugaverðasta í húsgögnum, lýsingu, textíl og annarri innanhússhönnun fyrir heimili og opinber rými.
Sýningin er talin vera ein af áhugaverðustu hönnunarsýningum í heiminum í dag.

Í tengslum við sýninguna fer fram Stockholm Design Week þar sem söfn, fyrirtæki og stofnanir setja upp sýningar og viðburði um alla borg með hönnun í brennidepli.

www.stockholmfurniturefair.com
www.stockholmdesignweek.com
www.northernlightfair.com
















Yfirlit



eldri fréttir