Fréttir

11.10.2010

HönnunarMars 2011



Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir HönnunarMars í þriðja skiptið dagana 24. – 27. mars 2011. HönnunarMars er stærsta kynningarverkefni Hönnunarmiðstöðvar en því er ætlað að vekja athygli á íslenskri hönnun meðal almennings, ráðamanna, fyrirtækja, fjölmiðla og erlendis. HönnunarMars hefur verið haldinn tvisvar með mjög góðum árangri.

Dagana 18. – 21. mars 2010 stóð Hönnunarmiðstöðin öðru sinni fyrir HönnunarMars en svipmyndir frá hátiðinni má sjá hér:

DesignMarch 2010 | Snapshots | Music by Orphic Oxtra from Iceland Design Center on Vimeo.


HönnunarMars er hátíð íslenskrar hönnunar og þar kennir ýmissa grasa. HönnunarMars endurspeglar þá fjölbreytni sem fyrirfinnst í greininni; grasrótina og það sem hæst ber hverju sinni.

Líkt og áður eru það íslenskir hönnuðir sem bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar. Undirbúningur HönnunarMars 2011 er þegar hafinn og vill Hönnunarmiðstöð hvetja hönnuði til að fara að huga að undirbúningi þátttöku sinnar í hátíðinni.
 
DesignMatch:
Annað árið í röð standa Hönnunarmiðstöð Íslands og Norræna húsið í Reykjavík fyrir kaupstefnunni DesignMatch. Vert er að benda hönnuðum á að huga einnig að þátttöku í henni. Hún verður kynnt nánar innan skamms.

















Yfirlit



eldri fréttir