Fréttir

11.10.2010

Úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru

Fimmtudaginn 21. október næstkomandi mun Hönnunarsjóður Auroru úthluta í fimmta skipti frá því sjóðurinn hóf starfsemi sína í byrjun árs 2009. Af þessu tilefni eru allir velkomnir í Vonarstræti 4b kl. 17 - 19 þar sem tilkynnt verður hverjir fá styrk að þessu sinni.

Hönnunarsjóður Auroru hefur styrkt og starfað með fjölbreyttum hópi hönnuða, arkitekta og aðstandendum hönnunarviðburða, meðal annara: Andreu Maack, Bóas Kristjánsson, Charlie Strand, Dagnýju Bjarnadóttur, Jón Björnsson, Hrein Bernharðsson, Hörð Lárusson, Hugrúnu Árnadóttur og Magna Þorsteinsson, Gunnar Þ. Vílhjálmsson, Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur, Katrínu Ólínu, Kristrúnu Thors, Lindu Björg Árnadóttir, Laufeyju Jónsdóttur, Sonju Bent, Söru Maríu Júlíudóttur, Snæbjörn Stefánsson, SPARK Design Space, auk samstarfs við Hafnarborg og Hönnunarmiðstöð Íslands. Hönnunarsjóðurinn er stoltur samstarfsaðili allra þessara verkefna.

www.honnunarsjodur.is


















Yfirlit



eldri fréttir