Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á námskeið sem ætlað er hönnuðum.
Skráningarfrestur er til 11. október.
Námskeiðið er ætlað fólki með reynslu af grafískri hönnun, arkitektúr eða vöruhönnun sem hafa hug á að fikra sig yfir í heim skjáhönnunar.
Námskeiðinu er ætlað að vera grunnur fyrir þá sem ætla sér að færa sig yfir í hina nýju miðla og koma í veg fyrir algeng byrjendamistök.
Á námskeiðinu er fjallað um muninn á skjáhönnun og hefðbundinni hönnun. Hvaða nýjar áskoranir felast í vef-/skjáhönnun fyrir þá sem koma úr hefðbundnu hönnunarumhverfi. Fjallað verður um skyldleika vef-/skjáhönnunar og iðnhönnunar og hvernig hönnuðir geta nýtt sér þekkingu sína í nýjum miðli.
Af öðru sem fjallað verður um á námskeiðinu má nefna:
-
Miðlun á gagnvirkni, nytsemi (e. usability) og aðgengi fatlaðra.
- Algeng byrjendamistök.
- Verkflæðið - frá kröfulýsingu til fullbúins vefhugbúnaðar.
- Vinnuaðferðir og frágangur hönnunarskjala.
- Leturnotkun - bakgrunnar.
- Gagnleg verkfæri og hjálpartól hönnuðarins.
- "Mobile" vefhugbúnaður - áskoranir í útlitshönnun.
Ekki er nauðsynlegt að nemendur komi með fartölvur á námskeiðið.
Kennari: Már Örlygsson - sérfræðingur í vefsmíði og hönnun notendaviðmóta.
Tími: Mið. 13. og 20. okt. kl. 9:00-12:00 (2x)
Verð: 24.500 kr.
Staður: Endurmenntun, Dunhaga 7
Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu er að finna
hér
eða í síma 525 4444