Fréttir

6.10.2010

KRADS Á ÞRÍÆRINGNUM Í OSLÓ OG TVÍÆRINGNUM Í FENEYJUM

 
 
 
 
Íslensk-danska arkitektastofan KRADS hefur síðustu ár vakið athygli fyrir verk sín og nýverið lét stofan að sér kveða bæði í Noregi og á Ítalíu.

Samkeppnistillaga stofunnar “Park-It”, sem felur í sér hugmyndir um hvernig glæða megi bílastæðahús Oslóarborgar lífi, var verðlaunuð sem “Runner-up” í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni “Man Made Reformulate” sem er hluti af fjórða Alþjóðlega Þríæringnum í Osló. Verkefnið er einnig gefið út í veglegum katalóg Þríæringsins ásamt öðrum verðlaunuðum tillögum.

Alþjóðlegi arkitektúr Tvíæringurinn í Feneyjum verður að teljast með helstu viðburðum fyrir áhugasama um arkitektúr. Í tengslum við Tvíæringinn í ár kemur út bókin “Worldwide Architecture - The next generation”, gefin út af ítalska forlaginu Wolters Kluwer. Í bókinni er fjallað um 45 ungar arkitektastofur hvaðanæva úr heiminum og var KRADS valin sem framlag Íslands og Danmerkur í bókina. Boðið var til veglegrar útgáfuveislu í glæsilegri villu í Feneyjum á opnunardögum Tvíæringsins - þar sem Kristján Eggertsson kynnti verkefni stofunnar fyrir veislugestum.



















Yfirlit



eldri fréttir