Arkitektafélag Íslands mun í samvinnu við Skipulags- og byggingarsvið
Reykjavíkurborgar, taka þátt í alþjóðlegum degi arkitektúrs sem haldinn
er árlega á fyrsta mánudegi októbermánaðar. Í tilefni dagsins verður
haldið málþing í sal Ráðhússins
, mánudaginn 4. október á milli kl. 16:30 og 19:00.