Fréttir

12.9.2010

Samkeppnisreglur | Hönnunarsamkeppni um húsgögn í Hörpu



Samkeppni um hönnun húsgagna í almenningsrými tónlistar og ráðstefnuhússins Hörpu. Efnt er til samkeppninnar í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands.

Keppnin snýst um að hanna bekki í anddyri Hörpu, lausa bari, ráðstefnuborð og ræðupúlt. Hönnunin þarf að falla vel að sérstakri hönnun Hörpu, efnisval þarf að vera í samræmi við húsið og lögð er áhersla á að  húsgögnin verði framleidd hér á landi.

Samkeppnin er opin hönnuðum og arkitektum.

Öll gögn verða afhent á rafrænu formi og verða aðgengileg á vef Hörpu www.harpa.is og vef Hönnunarmiðstöðvar Íslands  www.honnunarmidstod.is  að lokinni kynningu.

Verðlaunafé er kr. 1.000.000.- ein miljón – fyrir þá tillögu sem verður valin.

Skilafrestur tillagna er til kl. 16.00 mánudaginn 15. nóvember 2010.

Tillögum skal skilað í Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavik (Pósthólf 590, 121 Reykjavík). Hægt er að póstsenda tillögur og nægir þá að tillögum sé komið í póst fyrir lok skilafrests.

Dómnefnd skilar niðurstöðu 22. nóvember 2010 og verða innsendar tillögur til sýnis að því loknu.


Hér má nálgast í pdf skjali:

SAMKEPPNISREGLUR


Hér má nálgast fyrirspurnir og svör í pdf skjali:

HARPA - SPURNINGAR OG SVÖR
















Yfirlit



eldri fréttir