Fréttir

10.9.2010

ANDANDI GLUGGI

Mánudagskvöldið 13. september munu bræðurnir Jón og Björn Kristinssynir kynna nýjung sem þeir hafa unnið að undanfarin ár.

Andandi gluggi er nýtt orkusparandi lofthreinsitæki fyrir íbúðir, skrifstofur, sjúkrastofur á spítölum og almenna vinnustaði. Tækið er árangur af tíu ára undirbúningi Jóns Kristinssonar, arkitekts í Hollandi. Björn Kristinsson verkfræðingur er prófessor emiritus við Háskóla Íslans úr Rafmagns- og tölvuverkfræðideild.

Varmaskiptirinn, ANDANDI GLUGGI, hefur þann tilgang að blása út CO2 menguðu innilofti, en CO2 er mælt í tækinu, í gegnum loft/loft varmaskipti og veita í staðinn inn fersku útilofti þannig að  heita inniloftið er orðið kalt þegar það er komið út og kalda útiloftið heitt þegar það er komið inn. Varmanýtnin er 85-90%.

Fundurinn verður haldin í Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og hefst kl. 20.00
Fundurinn er öllum opinn.
















Yfirlit



eldri fréttir