Fréttir

10.9.2010

Sýning | Íslensk samtímahönnun í Nordic Lighthouse í Shanghai



Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson opnar sýninguna Íslensk samtímahönnun - húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr í Nordic Lighthouse í Shanghai í Kína nk. föstudag 10. september.

Sýningin er farandsýning og hefur að geyma verk um 20 hönnuða sem eru valin með það í huga að eiga erindi ytra til frekari kynningar, sölu eða framleiðslu, en nú sem aldrei fyrr er brýnt að vera sýnileg í alþjóðlegu samhengi og styrkja erlend menningar- og viðskiptatengsl.


Á sama tíma verða opnaðar í Nordic Lighthouse sýningarnar STEiNUNN - Fashion Design sem fyrst var sett upp á Kjarvalsstöðum 2009, sýning listakonunnar Guðrúnar Kristjánsdóttur, Weather Writing  og sýning ljósmyndarans RAX, Apparitions.

  
Sýningin i Dansk Design Center

Sýningunni er ætlað að vera spegill þess sem telja má á einn eða annan hátt gæði í íslenskri hönnun undanfarin ár. Áherslan er á góðar hugmyndir sem hafa þroskast af faglegum metnað, alvöru og skynsemi; hugmyndir sem eru unnar til enda í anda hugsunarháttar sem vert er að setja á oddinn í dag. Markmiðið er að árétta gildi góðrar hönnunar og öflugs hugvits fyrir mannlegt samfélag - verðmæti til að virkja til framtíðar.

Verkefnið er liður í því markmiði Hönnunarmiðstöðvar Íslands að kynna íslenska hönnun og arkitektúr alþjóðlega, um leið og unnið er að því langtímamarkmiði að auka útflutningstekjur af íslenskri hönnun og arkitektúr.

   
Ljósmyndir frá sýningunni sem var fyrst sett upp á Listahátíð í Reykjavík á Kjarvalsstöðum 2009.
Ljósmyndari: Ingvar Högni Ragnarsson



Sýningin er samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Utanríkisráðuneytis, Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Iðnaðarráðuneytis, Íslandsstofu og Hönnunarsjóðs Auroru. Sýningin var fyrst sett upp á Listahátíð í Reykjavík í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum 2009.

Sýningarstjóri: Elísabet V. Ingvarsdóttir  
Sýningarhönnun: Kurtogpí í samstarfi við Atelier Atli Hilmarsson
 

Hönnuðir og verk á sýningunni:  



Katrín Ólína
Cristal Bar, Hong Kong


VA Arkitektar
Blue Lagoon Clinic


Landslag ehf
Siglufjörður Avalanche barriers


Studio Granda
Hof Country residence


Landmótun
Lækurinn

rut kara home
Rut Kára
Home


+ Arkitektar
Hótel Borg renovation


pk-arkitektar
Birkimörk


Kurtogpi
Borgarfjörður High School

Fly Tinna Gunnarsdóttir
Tinna Gunnarsdóttir
Fly


Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir
Visual inner structure

Blown Glass Kristín Sigfriður Garðarsdóttir
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir
Blown glass

Krummi Bird Coat Hanger INgibjörg Hanna Bjarnadóttir
Ingibjörg Hanna
Krummi
- Bird Coat Hanger

My family STella Design
Stella Design
My family

Go Form
Go Form
MGO 182 & MGO 500

Shelve life Sigríður Sigurjónsdóttir og Snæfríð Þorsteins
Sigríður Sigurjónsdóttir & Snæfríð Þorsteins
Shelve life

Skrauti Stefán Pétur Sólveigarson
Stefán Pétur Sólveigarson
Skrauti


Snæfríð Þorsteins & Hildigunnur Gunnarsdóttir
2922 days
Rocky Tre Dogg Design
DÖGG DESIGN
Rocky Tre

HOch die Tassen Hrafnkell Birgisson product design
Hrafnkell Birgisson
Hoch Die Tassen

Sproti og Spuni Erla Sólveig Óskarsdóttir
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Sproti & Spuni
 
 

Dagur Óskarsson
Dalvík - sled

Utensils Sóley Þórisdóttir
Sóley Þórisdóttir
Utensils

Flower eruption Jón Björnsson
Jón Björnsson
Flower Eruption

Stuðlar FRiðgerður GUðmundsdóttir
Friðgerður Guðmundsdóttir
Stuðlar

















Yfirlit



eldri fréttir