Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson opnar sýninguna Íslensk samtímahönnun - húsgögn, vöruhönnun og
arkitektúr í Nordic Lighthouse í Shanghai í Kína nk. föstudag 10. september.
Sýningin er farandsýning og hefur
að geyma verk um 20 hönnuða sem eru valin með það í huga að eiga erindi ytra
til frekari kynningar, sölu eða framleiðslu, en nú sem aldrei fyrr er brýnt að
vera sýnileg í alþjóðlegu samhengi og styrkja erlend menningar- og
viðskiptatengsl.
Á sama tíma verða opnaðar í Nordic Lighthouse sýningarnar
STEiNUNN - Fashion Design sem fyrst var sett upp á Kjarvalsstöðum 2009, sýning listakonunnar Guðrúnar Kristjánsdóttur,
Weather Writing og sýning ljósmyndarans RAX,
Apparitions.
Sýningin i Dansk Design Center
Sýningunni er ætlað að vera spegill þess sem telja má á einn
eða annan hátt gæði í íslenskri hönnun undanfarin ár. Áherslan er á góðar
hugmyndir sem hafa þroskast af faglegum metnað, alvöru og skynsemi; hugmyndir
sem eru unnar til enda í anda hugsunarháttar sem vert er að setja á oddinn í
dag. Markmiðið er að árétta gildi góðrar hönnunar og öflugs hugvits fyrir
mannlegt samfélag - verðmæti til að virkja til framtíðar.
Verkefnið
er liður í því markmiði
Hönnunarmiðstöðvar Íslands að kynna íslenska
hönnun og arkitektúr alþjóðlega, um leið
og unnið er að því langtímamarkmiði að auka útflutningstekjur af
íslenskri hönnun og arkitektúr.
Ljósmyndir frá sýningunni sem var fyrst sett upp á Listahátíð í Reykjavík á Kjarvalsstöðum 2009.
Ljósmyndari: Ingvar Högni Ragnarsson
Sýningin er samstarfsverkefni
Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Utanríkisráðuneytis, Mennta-
og menningarmálaráðuneytis, Iðnaðarráðuneytis, Íslandsstofu og Hönnunarsjóðs Auroru. Sýningin var fyrst sett
upp á Listahátíð í Reykjavík í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum 2009.
Sýningarstjóri: Elísabet V. Ingvarsdóttir
Sýningarhönnun: Kurtogpí í samstarfi við Atelier Atli Hilmarsson
Hönnuðir og verk á sýningunni: