Katrín Ólína Pétursdóttir hönnuður heldur fyrirlestur nk. miðvikudag 8.
september í LYNfabrikken í Árósum í Danmörku.
LYNfabrikken hefur
starfrækt vettvang fyrir skapandi fyrirtæki frá árinu 2002. Tengslanet og skapandi ferli eru aðalmarkmið LYNfabrikken, en starfsemin felur í sér starfsaðstöðu fyrir skapandi fólk, sýningahald og röð fyrirlestra.
Katrín
Ólína bætist nú í hóp fyrirlesara á borð við Illka Supponen, Future Farmers, Tomato,
David OReilly, hið hálfíslenska Karlssonwilker, Marije
Vogelzang, Julien Vallée, Random International, Henrik Vibskov o.fl.
www.lynfabrikken.dk
www.katrin-olina.com