Fréttir

6.9.2010

Toppstöðin auglýsir eftir fólki



Toppstöðin leitar að fólki með eldmóð!

Í september  verða laus til ráðstöfunar allt að 8 hönnunarrými í Toppstöðinni.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir frumkvöðla á sviði hönnunar til að byggja upp framtíð sína í skapandi umhverfi Toppstöðvarinnar. Við hvetjum framsækna hönnuði og sprotafyrirtæki í hönnun til að sækja um aðstöðu.

Jafnframt bjóðum við markaðs- og viðskiptafólk sem áhuga hefur á að starfa að nýsköpunarverkefnum velkomið til samstarfs.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. september næstkomandi.

Stjórn Toppstöðvarinnar mun yfirfara umsóknir og öllum verður svarað.

Hægt er að nálgast umsóknareyðblaðið á http://www.toppstodin.is/wp-content/uploads/2010/09/UmsoknareydubladToppstod.pdf . Umsóknum skal skilað inn rafrænt til toppstodin@gmail.com.  
















Yfirlit



eldri fréttir