Fréttir

26.8.2010

Tvær stöður lausar til umsóknar | Arkitektafélag Íslands

Arkitektafélag Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfulla einstaklinga í tvær stöður.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað til: Arkitektafélag Íslands, Engjateig 9, 105 Rvk, eða á ai@ai.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk. Nánari upplýsingar um störfin má finna á heimasíðu félagsins, www.ai.is.

FRAMKVÆMDA- OG KYNNINGARSTJÓRI
Starfið felst í því að hafa yfirumsjón með daglegum rekstri AÍ og kynna starfsvettvang og viðfangsefni arkitekta. Helstu verkefni eru að þróa og efla samkeppnisþjónustu AÍ og veita ráðgjöf um leiðir til að velja arkitekt. Í starfinu felst að vekja athygli á góðri byggingarlist og hafa umsjón með viðurkenningum og verðlaunum fyrir góða byggingarlist. Framkvæmda- og kynningarstjóri hefur umsjón með útgáfumálum og heimasíðu Arkitektafélags Íslands.

Hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun sem tengist starfinu
  • Þekking og áhugi á byggingarlist
  • Góð kunnátta í íslensku, ensku og Norðurlandamáli
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Reynsla af markaðssetningu og kynningarmálum æskileg

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Magnúsdóttir | sm@tst.is - 895 6189

VERKEFNISSTJÓRI
Starfið felst í því að hafa umsjón fyrir hönd AÍ með samstarfs- verkefni AÍ og EHÍ “Dawn of sustainability”. Verkefnið er styrkt til tveggja ára af starfsmenntaáætlun Leonardo ESB. Verkefnið er að yfirfæra þekkingu og gerð námsefnis um sjálfbærni og vistvæn sjónarmið í skipulags- og mannvirkjagerð. Verkefnisstjóri er tengiliður innlendra og erlendra samstarfsaðila, ber ábyrgð á framvindu, fjármálum og úthlutun verkefna.

Hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun á meistarastigi í arkitekúr
  • Þekking og áhugi á umhverfismálum
  • Góð kunnátta í íslensku, ensku og Norðurlandamáli
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Reynsla í verkefnastjórnun æskileg

Nánari upplýsingar veitir Anna Sigríður Jóhannsdóttir | anna@vaarkitektar.is - 821 6989
















Yfirlit



eldri fréttir