Fréttir

26.8.2010

Málstofa Tollstjóra um hugverkarétt

Þann 2.-3. september nk. fer fram árleg ráðstefna norrænu tollstjóraembættanna um hugverkarétt (Intellectual Property Rights, IPR) á Hótel Loftleiðum. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefna af þessu tagi er haldin.   

Auk norrænu tollstjóraembættanna sitja ráðstefnuna fulltrúar frá belgísku og bandarísku tollgæslunni (U.S. Immigration and Customs Enforcement, ICE), Europol og Alþjóðatollastofnuninni (World Customs Organization, WCO). 

Í tilefni af ráðstefnunni býður Tollstjóri til málstofu um hugverkaréttarbrot í sal 8 á Hótel Loftleiðum föstudaginn 3. september frá kl. 9-12.     

Dagskrá:
  • Opnun málstofu | Karen Bragadóttir, forstöðumaður tollasviðs  
  • Working with IPR within Danish Customs | Trine Kofoed Dancygier, yfirmaður aðgerðarhóps um hugverkaréttarbrot, dönsku tollgæslunni.  
  • The National IPR Center - Enforcement Operations, Current Statistics and Trends | Dennis M.  Fetting, sérfræðingur, bandarísku tollgæslunni (ICE) Europol and IPR Charlotta Lindgren, sérfræðingur, Europol.  
  • WCO and IPR: Challenges and Actions | Mr. Motoyuki Okura, tæknilegur ráðgjafi, Alþjóðatollastofnuninni (WCO)  
  • IPR: The Icelandic Perspective | Lovísa Jónsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Árnason Faktor

Fundarstjóri:  Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður  

Aðgangur er ókeypis og í fundarhléi verður boðið uppá léttar veitingar.  

Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar um málstofuna og skráð þátttöku hjá Baldvini Erni Konráðssyni baldvin.konradsson@tollur.is fyrir 1. september nk.  Takmarkaður sætafjöldi.  
















Yfirlit



eldri fréttir