Vinningstillaga Stefáns
Stefán Einarsson, hönnunarstjóri hjá Hvíta húsinu
|
|
Stefán Einarsson, grafískur hönnuður, hreppti fyrsta sætið í alþjóðlegri
samkeppni Sameinuðu þjóðanna um bestu blaðaauglýsinguna fyrir átak sem nefnist
Við
getum bundið enda á fátækt árið 2015.
Stefán sendi þrjár tillögur og
hlutu þær fyrsta, þriðja og fimmta sætið. Alls bárust 2034 auglýsingar í keppnina frá 34 löndum, 22 bárust frá
Íslandi.
Soffía Spánardrottning afhendir Stefáni verðlaunin við
hátíðlega athöfn í Madríd 10. september næstkomandi. Stefán segir að í
auglýsingunni sem þótti best allra hafi hann skeytt saman líkömum
heimsleiðtoganna við fætur fátækra Afríkubúa.
Sigurvegarinn
fær 5.000 evrur, um 770 þúsund krónur. Verðlaunatillagan er samsett
mynd. Neðri hlutinn sýnir bera fætur fátækra Afríkubarna en efri hlutinn
helstu leiðtoga heims á þessum sömu fótum, að vísu án þess að höfuðin
þekkist.
Stefán, sem lengi hefur verið hönnunarstjóri hjá
auglýsingastofunni Hvíta húsinu í Reykjavík, fær verðlaunin afhent í
Madríd 10. september.
„Þetta verður daginn eftir
afmælisdaginn minn sem er ekki verra!“ segir Stefán. „Og spænska
drottningin afhendir verðlaunin, skilst mér. Þetta verður mjög gaman.“
Nánar á www.wecanendpoverty.eu