Fréttir

16.8.2010

Hönnuðir í húsasundi á Menningarnótt






Hönnunarmiðstöð, Vonarstræti 4b


 
Á Menningarnótt mun Hönnunarmiðstöð Íslands hafa dyr sínar opnar fyrir gesti og gangandi frá kl. 18 - 22. Lifandi upptökur frá HönnunarMarsi 2010 auk svipmynda frá hönnunarsýningunum Iceland Contemporary Design sem opnaði á Listahátíð 2009 á Kjarvalsstöðum og í Dansk Design Center í febrúar 2010 og sýningunni Náttúran í hönnun í Ljósafossstöð verða sýndar. Þessar sýningar eru meðal þeirra sem Hönnunarmiðstöðin hefur nýlega staðið fyrir og eru þáttur í að kynna íslenska hönnun á innlendum og erlendum vettvangi.

Innlit í íslenskt hönnunarsamfélag, tónlist og hressandi stemning munu ríkja í húsasundinu góða við Vonarstrætið 4b.

Hljómsveitin Orphic Oxtra mun spila frá 20:00.

Nágrannar og samstarfsaðilar Hönnunarmiðstöðvarinnar, Hönnunarsjóður Auroru og Kraumur tónlistarsjóður munu taka þátt í stemningunni.

Áhugasömum er bent á að sýningin Náttúran í hönnun er opin til 28.ágúst í Ljósafossstöð.



   


















Yfirlit



eldri fréttir