Fréttir

26.9.2010

Ráðstefna | Stafræn framtíð skapandi greina




Alþjóðleg ráðstefna, You Are In Control, verður haldin í fjórða sinn í Reykjavík 1. og 2. október næstkomandi


þar sem rýnt verður í þróun og tækifæri í stafrænum viðskiptamódelum. Stafræn framtíð felur í sér nýsköpun og atvinnutækifæri. Þau sem taka þátt í umræðunni um hvernig best sé að fóta sig í þessum heimi eru líklegri til að vera í fararbroddi þegar tækifærin birtast.


Þegar hefur fjöldi virtra gesta staðfest þátttöku sína á ráðstefnunni, þar á meðal Ian Livingstone forstjóri tölvuleikjafyrirtækins Eidos sem hefur meðal annars selt leikina Lara Croft og Dungeons & Dragons. Grammy verðlaunahafinn og söngkonan Imogen Heap verður einnig vera fyrirlesari en hún er þekkt fyrir að samnýta mismunandi listform til að búa til margþætta tónlistarviðburði. Aðrir góðir gestir eru Anamaria Wills, framkvæmdastjóri Þróunarmiðstöðvar skapandi greina (Creative Industries Development Agency), Xavier Troussard, sviðsstjóri menningar‐ og menntamála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Clare Hudson, framkvæmdastjóri bresku almannatengslastofunnar Hudson PR.

Í ár hefur YAIC að leiðarljósi fimm meginþemu sem hafa áhrif á allar skapandi greinar:
fjármögnun með áherslu á nýja þjónustu sem sprottið hefur upp á netinu í kringum örfjármögnun, markaðssetningu í netheimum, höfundaréttarmál, vefviðskiptamódel og siðfræðilega viðskiptahætti.

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, Hönnunarmiðstöð Íslands, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Reykjavik International Film Festival og IGI standa að ráðstefnunni. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.youareincontrol.is og hjá Líneyju Arnórsdóttur, markaðs‐ og kynningarstjóra, liney@icelandmusic.is, s. 849 0573.
















Yfirlit



eldri fréttir