Fréttir

9.7.2010

Nýsköpunarmiðstöð | Yfirlit yfir styrki & nýtt vefsvæði






Yfirlit yfir innlenda, norræna og evrópska styrki


Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur tekið saman yfirlit yfir innlenda, norræna og evrópska styrkja- og stuðningsmöguleika til að auðvelda einstaklingum, fyrirtækjum og rannsóknaaðilum að sjá hvað í boði er. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtækt yfirlit yfir styrkja- og stuðningsmöguleika íslensks atvinnulífs er sett fram. Um er að ræða allt frá litlum frumkvöðlastyrkjum til stórra evrópskra áætlana í fjölbreyttum atvinnugreinum, t.d. á sviði menningar og skapandi greina, orku, byggðamála og nýsköpunar. Einnig er í yfirlitinu listi yfir frumkvöðlasetur á Íslandi og ýmsar aðrar upplýsingar um stuðningsumhverfi nýsköpunar. Yfirlitið yfir norræna styrki og stuðningsmöguleika er sérstaklega yfirgripsmikið, en það er hluti af vinnu í átaksverkefni sem hefur það að markmiði að auka sókn Íslendinga í norræna stuðningsmöguleika. Samantektin er í stöðugri þróun og eru allar athugasemdir um efni sem á heima á síðunni eða lagfæringar velkomnar á netfanginu nmi@nmi.is.

Skoða styrki og stuðningsmöguleika


Nýtt vefsvæði: Norræntsamstarf.is

Nýsköpunarmiðstöð Íslands heldur utan um átaksverkefni sem miðar að því að upplýsa og auka möguleika íslenskra fyrirtækja, einstaklinga, stofnana og félagasamtaka á að sækja í norræna styrkja- og stuðningsmöguleika. Frumkvæði að verkefninu kom frá Norrænu ráðherranefndinni, sem fjármagnar það. Á slóðinni norræntsamstarf.is er meðal annars að finna yfirgripsmikið yfirlit yfir ýmsa norræna styrki og stuðningsmöguleika eftir sviðum. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista til að fá sendar gagnlegar upplýsingar m.a. varðandi umsóknarfresti og sérstaka viðburði.

Skoða Norræntsamstarf.is
















Yfirlit



eldri fréttir