Fréttir

9.7.2010

Nýtt tímarit | Í boði náttúrunnar



Nýtt árstíðabundið lífstílstímarit sem kemur út fjórum sinnum á ári fyrir þá sem „fíla“ Ísland.

Tímaritið Í boði náttúrunnar er nýtt árstíðabundið lífstílstímarit sem kemur út fjórum sinnum á ári og fær hvert blað nafn eftir þeirri árstíð sem það kemur út. Í fyrsta blaðinu, SUMAR - Í boði náttúrunnar, er lögð áhersla á ferðalög innanland og einstakar matarupplifanir. 39 frábær matarstopp hafa verið skráð á kort af Íslandi, myndskreytt af Elísabetu Brynhildardóttur, sem hægt er að taka út úr blaðinu og hafa með í ferðalagið. Hugmyndir fyrir bústaðinn, hönnun innblásin af náttúrunni, Fjallganga í kjólum, nýsköpun í kjölfar gossins, tegerð, matargerð að hætti Rúnars Marvinssonar, ræktun og umhverfismál eru meðal efnis sem tekin eru fyrir í þessu fyrsta blaði.





Ritstjórn og listræn stjórnun tímaritsins er í höndum Guðbjargar Gissurardóttur. Hún lauk mastersnámi frá Pratt Institute, NY í grafískri hönnun og hefur starfað og kennt bæði á Íslandi og í NY frá 1997. Guðbjörg starfaði einnig sem framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangs frá 2005 til 2007 og kom m.a. að stofnun Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Hönnuðir eru þær Bergdís Sigurðardóttir og Kristín Agnarsdóttir. Blaðið er einstakur prentgripur, prentað hjá Svansvottaðri prentsmiðju á mattann bóka pappír.





Hægt er að skoða plaðið á vefsíðu tímaritsins www.ibn.is, og gerast áskrifandi á annaðhvort rafrænni eða prentaðri útgáfu með möguleika á því að skila blaðinu ef það stenst ekki væntingar! En sérstakt áskriftar tilboð gildir til 28. júlí.
















Yfirlit



eldri fréttir