Fréttir

1.7.2010

Verslun með samtímalist og hönnun á Korpúlfsstöðum

Sjónlistamiðstöð er að setja á laggirnar verslun á Korpúlfsstöðum með íslenskri
samtímalist og hönnun. Verslun og kaffisala verða í gömlu hlöðunni á efri hæð
hússins sem er um 700 m2 að stærð. Markmið með versluninni er að gera
rekstur gömlu hlöðunnar sjálfbæran og að kynna hönnuði og listamenn innan
aðildarfélaga Hönnunarmiðstöðvar Íslands og SÍM.
 
Markhópur verkefnisins eru erlendir rútuferðalangar en eftirspurn eftir slíkri
verslun hefur verið frá ferðaskrifstofum síðast liðin sumur. Á vetrarmánuðum
verður höfðað til Íslendinga sem hafa verið duglegir að sækja "opin hús" á
Korpúlfsstöðum. Framtíðaráætlun miðar að fléttun verslunar, sýningar- og
kaffiaðstöðu.
 
Áhersla er lögð á vandað samspil samtímalistar og hönnunar af öllum stærðum
og verðflokkum. Boðið verður upp á umboðssölu en skilyrði fyrir umsókn er að
vera félagi í SÍM eða aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Fagnefnd
velur verk inn í verslunina og mun hafa að leiðarljósi gæði einstakra verka og
heildarmynd vöruúrvalsins.
 
Verslunin opnar í byrjun september og eru áhugasamir listamenn og hönnuðir
hvattir til að senda upplýsingar um verk til Bjargar Pjetursdóttur á veffangið;
bjorg.pje@gmail.com
 
 
















Yfirlit



eldri fréttir