Volcano Iceland fagnar opnun á vinnustofu | verslun í Borgartúni 3 í Reykjavík á Jónsmessukvöldi þann 24. júní frá kl. 18-20 undir slagorði fyrirtækisins „Hot in cool places“. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í ár og hannar og framleiðir tísku- og heilsuvörur. Á opnuninni verða vörur fyrirtækisins sýndar og boðið upp á rjúkandi volcano drykk og Hera Björk Þórhallsdóttir verður heiðursgestur á opnuninni og fær gjöf frá fyrirtækinu fyrir frábæra frammistöðu í ár.
Steinunn Ketilsdóttir er hönnuður fyrirtækisins og framleiðir sínar vörur sjálf. Áhersla er að nota íslenskt hágæða hráefni, s.s þæfða ull, roð, hrossaskinn, gærur og viðartölur frá Ásgarði. Einnig er eitthvað hráefni innflutt. Á vinnustofunni verða til ýmsar vörur og í dag eru það kápur, jakkar, skokkar, peysur, pils, hattar, vettlingar, stúkur, eyrnabönd, treflar, hálsmen, varmahlífar og skóinnlegg.
Upphaflega hugmynd fyrirtækisins var framleiðsla á varmahlífum til að viðhalda jöfnum hita á aum svæði líkamans, hvort sem um ræðir gigt eða íþróttameiðsli. Fyrirtækið þróaðist og fór einnig að hanna tískuvörur úr íslensku hráefni. Fyrsta útgáfa á hnévarmahlífum og skóinnleggjum er tilbúin til markaðssetningar og verður sett á markað hérlendis í haust samhliða tískulínum og stefnan er að koma vörum á erlenda markaði síðar.
Volcano Iceland á facebook