Dagana 19.-22. júlí verður haldið námskeið í silkiþrykki sem miðar að þörfum myndlistarmanna og hönnuða sem áhuga hafa á yfirfærslu verka sinna í þennan skemmtilega miðil.
Farið verður í alla helstu þætti er viðkemur undirbúningi og prentun. Í boði er góð aðstaða og innifalið í námskeiðsgjaldi er allt sem þarf til silkiprentunar og 5 arkir af gæða grafíkpappír.
Námskeiðið verður haldið á prentverkstæði Listaháskóla Íslands í Laugarnesi, ofangreinda 4 daga frá kl. 10 til 15. Alls 20 tímar. Verð 30.000.-
Leiðbeinandi er Jóhann Ludwig Torfason, myndlistarmaður og kennari við LHÍ.
Áhugasamir skrái sig á
joi@lhi.is
eða:
http://www.facebook.com/event.php?eid=131734413523260