Fréttir

23.6.2010

Arkitektúr | Útskriftarverk




 
Sjö arkitektar sem hafa nýlega lokið framhaldsnámi í byggingarlist erlendis, opna sýningu á útskriftarverkefnum sínum föstudaginn 25. júní, kl. 20.00, að Skúlagötu 28 (gamla Frón).

Hópurinn á það sameiginlegt að hafa stundað grunnnám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Þau útskrifuðust þaðan 2006 í öðrum útskriftarárgangi í faginu.

Sýningin stendur til þriðjudags 29. júní. Laugardag og sunnudag verður sýningin opin klukkan 11 – 18, mánudag og þriðjudag klukkan 17 - 21.

Þáttakendur í sýningunni eru Arnhildur Pálmadóttir (IaaC, Barcelona), Bergur Finnbogason (London Metropolitan University), Brynhildur Guðlaugsdóttir (IaaC, Barcelona), Hlín Finnsdóttir (Kingston University, London), Garðar Snæbjörnsson (London Metropolitan University), Jóhann Einar Jónsson (TKK, Helsinki) og Sóley Lilja Brynjarsdóttir (EKA, Tallinn).
















Yfirlit



eldri fréttir