Fréttir

15.6.2010

Opið er fyrir skráningu | RCM

Reykjavík Creative Market er skapandi vettvangur fyrir eftirtektaverða sprota úr reykvískri menningu. Reykjavík Creative Market hýsir flóru menningar, mannlífs og sköpunar í Reykjavík.

Á markaðnum má finna, alla þá hluti sem sköpunarkraftur þjóðarinnar hefur uppá að bjóða allt frá fata- vöru- og fylgihlutahönnun, tón- og myndlist, leik- og gjörningalist til sérvalins handverks og galdra. Þar geta skapandi listamenn, hönnuðir og handverksfólk sem og aðrir frumkvöðlar í nýsköpun komið vörum og hugmyndum sínum á framfæri. Á sama tíma er íbúum og gestum borgarinnar gefið tækifæri á að sækja heim suðupott menningar, áhugaverðar vörur og þjónustu sprottnar úr eigin samfélagi.

Markaðurinn er hugsaður fyrir alla fjölskylduna, fólk í leit að mannlífi, hönnun, tísku og Reykvískri menningu. Markmið Reykjavík Creative Market er að kynna nýjar vörur og listamenn með því að skapa vettvang þar sem þeim gefst færi á að kynna vörur sínar markaðishópum annarra þátttakenda. Þar með sköpum við stökkpall fyrir ungt fólk og ný fyrirtæki með þeirri kostnaðarlitlu markaðssetningu sem felst í þátttöku í Reykjavik Creative Market. Með þessu viljum við leggja okkar lóð á mennigarskálar Reykjavíkurborgar og gera miðborgina enn blómlegri.

Markaðinn er að finna að Smiðjustíg 10 í portinu bakvið Danska Sendiráðið á laugardögum og sunnudögum frá 12-18 frá júlí til ágústloka.

Opið er fyrir skráningu á markaðinn, hvort sem er stök helgi eða margar.  Sérstakt opnunartilboð er á fyrstu helginni, 10.000 kr fyrir alla helgina. Áhugasamir geta haft samband í tölvupósti: reykjavik.creative.market@gmail.com

Kærar kveðjur,
fyrir hönd Reykjavík Creative Market,
Guðbjörg Jakobsdóttir
















Yfirlit



eldri fréttir