Fréttir

26.8.2010

SÍÐUSTU SÝNINGARDAGAR | Náttúran í hönnun



 
 
 
Sýningin Náttúran í hönnun var opnuð í Ljósafossstöð laugardaginn 19. júní. Þar er boðið í ferðalag um hlutgerða náttúru íslenskra hönnuða og skyggnst inn í hugarheim þeirra m.a. með áhugaverðum viðtölum. Þátttakendur eru rúmlega 30 talsins.

Fjörulallar, Súkkulaðifjöll,  Fíflar, Kría, Ugluspegill, Leirpottur og Bongóblíða eru nöfn nokkurra verka á sýningunni en ásamt þeim bregður fyrir fjölmörgum náttúrufyrirbærum og minningar um horfna náttúru öðlast líf í hönnun sýnenda.

Hönnuðirnir skoða náttúruna frá ólíku sjónarhorni en efnistökin eru jafn fjölbreytileg og náttúran sjálf. Spurningum um náttúruvernd, sjálfbærni, manngert umhverfi og fegurð er beint til áhorfenda.

Sýningin er opin í allt sumar og er áhugavert fyrir íslenska og erlenda ferðamenn að staldra við í Ljósafossstöð á Þingvallaleið  og kynna sér hvernig íslenskir hönnuðir sækja innblástur í náttúruna.

Sýningarstjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir.

Hátt í 2500 manns hafa nú séð sýninguna en sýningin stendur til 28. ágúst.



Sýningin er opin til 28. ágúst, alla daga vikunnar, frá kl. 13 - 17 virka daga og kl. 13 - 18 um helgar.

Þátttakendur í sýningunni eru:
Árni Grétarsson
Björg Juto
Brynhildur Pálsdóttir | Borðið
Dagný Bjarnadóttir
Friðgerður Guðmundsdóttir
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir | Aurum
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir | Borðið
Guðrún Björk Jónsdóttir
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir | StudioBility
HAF by Hafsteinn Júlíusson
Hanna Jónsdóttir
Hildigunnur Gunnarsdóttir
Hildur Yeoman
Hrafnkell Birgisson
Hreinn Bernharðsson
Ingibjörg Hanna
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Jón Björnsson
Katrín Ólína
Kria | Jóhanna Metúsalemsdóttir
Kristín Birna Bjarnadóttir
Óðinn Bolli Björgvinsson
Ragnheiður Ösp
Róshildur Jónsdóttir  | Hugdetta
Rúna Thors | Bility
Sigríður Sigurjónsdóttir
Sigríður Sigþórsdóttir
Sigurður Már Helgason
Snæfríð Þorsteins
Sruli Recht
Steinunn Sigurðardóttir
Tinna Gunnarsdóttir
Tuesday Project
Vík Prjónsdóttir
Þórunn Árnadóttir



Sýningin Náttúran í hönnun er samvinnuverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Landsvirkjunar


















Yfirlit



eldri fréttir