Fréttir

9.6.2010

Útsaumskollurinn og rekaviðarborðið Ferðalag

Aurum, Bankastræti 4, opnaði nýja hönnunar- og gjafavöru verslun í mars. Ákveðið var að hafa það sem fastan lið að í versluninni fengju íslenskir hönnuðir að vera með hönnun sem ekki áður hefur verið til sölu á kynningu hjá Aurum í einn mánuð, er útsaumskollurinn og rekaviðarborðið liður í því.


Útsaumskollur/borð
Dóra Hansen og Heiða Elín Jónsdóttir frá eitt A Innanhúsarkítektum eru hönnuðir ÚTSAUMSKOLLSINS. Kollurinn sem má einnig nota sem borð er gataður í miðjunni og eru þau hugsuð til að sauma út í. Móttóið er: "Gerðu hann að þínum". Hver kollur fær því sinn persónulega svip því eigandinn eða sá sem gefur kollinn getur saumað út í hann það munstur eða mynd sem hann langar að hafa. Þegar eigandinn er svo orðinn leiður á munstrinu er hægt að rekja upp og gera nýtt eða hafa kollinn án útsaums þar sem götin koma líka fallega út án garns. Kollurinn er fjölnota og kemur hann einmitt úr stærri húsgagna línu sem hét Fjölnot, það er hægt að nota hann sem sæti eða borð og hann passar inní hvaða herbergi eða rými sem er. Hugmyndin er að kollurinn sé perónulegur og hafi langan líftíma, hann  getur haldist í fjölskyldum í áratugi og hver sem er eigandinn hverju sinni getur gert hann að sínum.

Rekaviðarborðið Ferðalag
Hönnuðurinn er Dóra Hansen, borðið er úr rekaviði af ströndum Íslands og er það með útskornu mynstri. Hönnuni sækir innblástur til íslensks menningararfs þar sem leikið er með samspil fortíðar og nútíðar; gömul handverkshefð mætir nútímatækni. Í aldaraðir hefur rekaviður verið hirtur úr fjörum og nýttur í stóra sem smáa smíðsigripi. Markmiðið er að skapa áhugarverð og falleg húsgögn sem sækja til fortíðar en eiga erindi við nútímann. Nafnið Ferðalag er viðeigandi þar sem efniviður borðsins, rekaviðurinn, hefur ferðast um og verið á ferðalagi sem er ekki lokið enn þar sem borðið var til sýnis á Hönnunarmars, er nú hjá Aurum og mun væntanlega halda ferð sinni áfram um ókomna framtíð.


Kollarnir eru á sérstöku kynningarverði í þennan mánuð sem verða í kynningu hjá Aurum. Rekaviðarborðið er þar til sýnis og sölu fyrir þá sem hafa áhuga en einungis er til eitt borð.

















Yfirlit



eldri fréttir