Fulltrúar fyrirtækjanna Clara, Knitting Iceland, Gogogic, Nox Medical, Marorka, Bláa Lónið, Transmit, Remake Electric og Studio Bility miðla af reynslu sinni af stuðningi við nýsköpun á kynningarfundi miðvikudaginn 26. maí en markmið fundarins er að veita heildaryfirsýn og skapa umræðu um stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Einnig munu hátt í tuttugu aðilar kynna þjónustu sína við frumkvöðla og fyrirtæki í básum. Það eru Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Samtök iðnaðarins og Útflutningsráð ásamt Hátækni- og sprotavettvangi sem standa að fundinum í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni SME Week 2010 sem haldin er hátíðleg um alla Evrópu dagana 25. maí - 1. júní.
Á fundinum verða tvær málstofur, annars vegar fyrir einstaklinga með nýjar viðskiptahugmyndir og fyrirtæki í startholunum og hins vegar fyrir þroskaðri sprotafyrirtæki og fyrirtæki í nýsköpun.
Nánari upplýsingar og skráning