Fréttir

25.5.2010

Frumkvöðlar miðla af reynslu sinni



Fulltrúar fyrirtækjanna Clara, Knitting Iceland, Gogogic, Nox Medical, Marorka, Bláa Lónið, Transmit, Remake Electric og Studio Bility miðla af reynslu sinni af stuðningi við nýsköpun á kynningarfundi miðvikudaginn 26. maí en markmið fundarins er að veita heildaryfirsýn og skapa umræðu um stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Einnig munu hátt í tuttugu aðilar  kynna þjónustu sína við frumkvöðla og fyrirtæki í básum. Það eru Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Samtök iðnaðarins og Útflutningsráð ásamt Hátækni- og sprotavettvangi sem standa að fundinum í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni SME Week 2010 sem haldin er hátíðleg um alla Evrópu dagana 25. maí - 1. júní.

Á fundinum verða tvær málstofur, annars vegar fyrir einstaklinga með nýjar viðskiptahugmyndir og fyrirtæki í startholunum og hins vegar fyrir þroskaðri sprotafyrirtæki og fyrirtæki í nýsköpun. Nánari upplýsingar og skráning


















Yfirlit



eldri fréttir