Fréttir

25.5.2010

Hádegisfyrirlestur | Ingvar Helgason og Davíð Helgason



Hádegisfyrirlestur nk. fimmtudag 27. maí kl. 12:00 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur

 
 

Ingvar Helgason fatahönnuður og annar hönnuða tvíeykisins Ostwald Helgason fjallar um stofnun, rekstur og framtíðarsýn hönnunarfyrirtækis á alþjóðlegum markaði.


Ingvar sem ásamt Susanne Ostwald hanna undir merkinu Ostwald Helgason, hefur starfað í tískuheiminum í níu ár. Hönnun þeirra er fáanleg í London, París, New York, Hong Kong, Tókýó og KronKron í Reykjavík.

Ostwald Helgason hefur sótt í sig veðrið jafnt og þétt með glæsilegri hönnun sinni og er stefnan tekin hátt í hinum alþjóðlega tískuheimi enda eru stjörnur á borð við söngkonuna Rihanne farnar að klæðast hönnun tvíeykisins. Tískuvikan í London er næst á dagskrá á haustmánuðum.



Davíð Helgason framkvæmdastjóri Unity Technologies fjallar um hlutverk hönnunar í stofnun hugbúnaðarfyrirtækis.


Fyrirtækið Unity Technologies býr m.a. til forrit til tölvuleikjagerðar en meðal viðskiptavina þeirra má nefna Bigpoint, Cartoon Network, Coca-Cola, Disney, Electronic Arts, LEGO, Microsoft, NASA, Panasonic, Ubisoft, Warner Bros.

















Yfirlit



eldri fréttir