Verkefnið „Borð“ er framhald af stólaverkefni þar sem ýmsir aðilar voru fengnir til að vinna með
stóla sem upphaflega voru ætlaðir fyrir súpuveitingastað.
Fimm grafískir hönnuðir og listamenn, þau Bergþóra Huld Birgisdóttir, Björn Jónsson, Finnur Malmquist, Rán Flygenring og Örn Smári Gíslason, fá hver um sig eitt borð og færa í nýjan búning. Borðin
munu í framhaldinu verða til sýnis og notkunar á veitingastaðnum Marenges í Listasafni Íslands.
Hönnuðurnir ljá veitingastaðnum og safngestum sköpun sína. Borðin verða merkt hverjum
hönnuði og kynnt gestum Marenges og Listasafns Íslands.