Útflutningsráð Íslands og Dansk Industri International Business
Development standa fyrir vinnufundi þriðjudaginn 18. maí kl. 8.45–16.00
á Hilton Reykjavík Nordica þar sem viðfangsefnið er val á markaði og
val á samstarfsaðila á markaði.
Vinnufundurinn er ætlaður markaðsfólki fyrirtækja sem huga að
útflutningi eða útflutningsfyrirtækja sem eru að skoða nýja markaði.
Leiðbeinendur eru Kinga Valeria Szabo ráðgjafi og Jacob Kjeldsen aðstoðarforstjóri DIBD.
Vinnufundinum er skipt í tvo þætti;
Árangursríkar leiðir við val á markaði:
- Hvernig nýir markaðir eru valdir með árangursríkum hætti.
- Hvernig á forgangsröðun að vera
- Hvernig á að vinna markaðsrannsókn
- Hvernig er rétta inngönguleiðin valin
Hvernig velja á og stjórna umboðs- og dreifingaraðilum:
- Að finna og velja umboðsmenn og dreifingaraðila
- Hvernig tryggir maður árangursrík viðskiptasambönd
- Hvatning, eftirlit og mat á frammistöðu umboðsmanna og dreifingaraðila
Þátttökugjald er 49.500 kr. en innifalið í því eru fyrirlestrar,
námsgögn, hádegisverður og kaffi meðan á námskeiðinu stendur.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Skráning á námskeiðið fer fram í síma
511 4000 eða með tölvupósti,
utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Nánari upplýsingar veita Björn H. Reynisson,
bjorn@utflutningsrad.is og
Hermann Ottósson,
hermann@utflutningsrad.is.
utflutningsrad.is