Fréttir

19.5.2010

Stuðningur við nýsköpun á Íslandi | Kynningarfundur



Tíu frumkvöðlar og fulltrúar fyrirtækja í nýsköpun miðla af reynslu sinni og hátt í tuttugu aðilar úr stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi kynna þjónustu sína á kynningarfundi á Grand hótel 26. maí.


Markmið kynningarinnar er að veita heildaryfirsýn og skapa umræðu um stuðning við nýsköpun á Íslandi.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Samtök iðnaðarins og Útflutningsráð ásamt Hátækni- og sprotavettvangi standa að fundinum í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni SME Week 2010 sem haldin er hátíðleg um alla Evrópu dagana 25. maí - 1. júní.

Á fundinum verða tvær málstofur, annars vegar fyrir einstaklinga með nýjar viðskiptahugmyndir og fyrirtæki í startholunum og hins vegar fyrir þroskaðri sprotafyrirtæki og fyrirtæki í nýsköpun. 

Dagskrá


8:45 - 9:15          Kynningarbásar opnaðir
9:15 - 9:40          Stuðningur við nýsköpun á Íslandi
9:40 - 11:00        Málstofur: Reynslusögur frumkvöðla og fyrirtækja
11:00 - 12:00     Aðilar kynna þjónustu sína í básum
 

Aðilar í básum: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Útflutningsráð, Rannís, Samtök iðnaðarins, Innovit, Klak- nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Hugmyndahús háskólanna, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Frumtak, Einkaleyfastofa, Kauphöllin, Hönnunarmiðstöð, Byggðastofnun, Toppstöðin, Vinnumálastofnun og Matís

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hér á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands


















Yfirlit



eldri fréttir