Fréttir

17.5.2010

Sérstök hönnun óskast | Opnun nýrrar vefsíðu



Howdoyoulikeiceland.com  |  HDYLI    

Opnun nýrrar vefsíðu - Sérstök hönnun óskast

Handmade   |  Handpicked   |  Handdelivered


| Um vefinn |
Við sem rekum þessa vefsíðu erum áhugafólk um íslenska hönnun og ferðaiðnaði tengdu Íslandi. Vinna við vefinn er nú í fullum gangi bæði hér heima og á skrifstofu okkar í New York. Markmið vefsins er að draga fram sérstaka íslenska hönnun sem þó gefur þverskurð af landi og þjóð. Vefurinn verður einnig byggður upp þannig að persónuleg þjónusta fylgi vöru allt til kaupanda. Til dæmis verða farsímar notaðir í þjónustu við viðskiptavini, uppfærslum og stýringu vefsins.

HDYLI opnar formlega 1. júní 2010
HDYLI er ekki fullur af “allskonar vörum”. Aðeins sérvalin íslensk hönnun.
Í hverjum mánuði kynnir HDYLI sérstakt þema sem tengist líðandi stund, landi og þjóð.
HDYLI velur 5 vörur í hverjum mánuði til sérstakrar sölu tengu þessu þema.
HDYLI verðu markaðssett á öflugan hátt í N- Ameríku fram yfir sumarið og síðan í Asíu.
HDYLI notast við öflugan gagnagrunn samstarfsaðila til að ná til viðskiptavina.


| Vörur/hönnuðir óskast |
Fyrir formlega opnun vantar okkur 5 “one of a kind” vörur, tengdu eldfjöllum eða þeim atburðum sem tengjast eldsumbrotunum á Suðurlandi. Við munum kynna og selja þessar vörur ásamt að gera  hönnuðum þeirra góð skil við opnun vefsins.

Tekið er við ábendingum og/eða fyrirspurnum á póstfangið products@hdyli.com

Aðrir sem luma á sérstakri ískenskri hönnun geta sent einnig okkur tillögur.
Það verða valdar 5 nýjar vörur fyrir hvern mánuð. Tilkynnt verður um þema mánuða á vefnum. Fylgist því með.

Kær kveðja
Starfsfólk hdyli.com
















Yfirlit



eldri fréttir