Fréttir

21.5.2010

Samkeppni um hönnun bleiku slaufunnar



Krabbameinsfélag Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands efna til samkeppni um hönnun á bleiku slaufunni, tákni Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini kvenna. Á undanförnum árum hefur slaufan þróast frá því að vera einfaldur, bleikur borði yfir í fallegan og eigulegan skartgrip og var því ákveðið að efna til samkeppni um hönnun slaufunnar í ár. Slaufan verður fjöldaframleidd og seld til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Verkefnið 

Að hanna fallega og eigulega bleika slaufu sem seld verður til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Verðlaun

Verðlaunahafi hlýtur verðlaun að verðmæti 500.000 kr

Fyrir hverja

Keppnin er öllum opin

Nánari lýsing 

Með þátttöku samþykkir keppandinn að gripurinn verði eign Krabbameinsfélags Íslands. Hann verður fjöldaframleiddur og seldur til fjáröflunar fyrir félagið og ráðstafað á þann hátt er félagið kýs best.

Framleiðsla og sala

Krabbameinsfélag Íslands sér um framleiðslu og sölu á bleiku slaufunni. Allur ágóði af sölu slaufunnar mun renna til styrktar félaginu.

Umsóknarferli

Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu dulnefni í Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, fyrir kl. 12.00, föstudaginn 18. júní 2010. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag merkt dulnefni en inni í því þarf rétt nafn hönnuðar, heimilisfang og sími að koma fram. Tillögum skal skila útprentuðum á A4 blaði í lit (hámark 3 síður) / eða sem prótótýpur. Tillögur skulu einnig fylgja með á diski með pdf skjölum.

Úrslit keppninnar

Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt fimmtudaginn 24. júní, en samtímis fer fram sýning á völdum innsendingum.

Í dómnefnd sitja:

Gústaf Gústafsson, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfelags Íslands
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands
Hendrikka Waage
Sif Jakobs, skartgripahönnuður
Kristín Birna Bjarnadóttir, vöruhönnuður


Nánari upplýsingar á honnunarmidstod.is og krabb.is

















Yfirlit



eldri fréttir