Fréttir

12.5.2010

Listahátíð í Reykjavík 2010



Listahátíð í Reykjavík hefst með krafti í dag með setningu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, og opnunartónleikum malísku poppstjarnanna Amadou og Mariam í Laugardalshöll.  Erlendir listamenn streyma til landsins þessa dagana til að koma fram á þéttskipaðri dagskrá opnunarhelgarinnar. Fjörlegir afrískir rytmar, klassískar stórstjörnur, leikhús, jazz, ljósmyndir og tónleikar í kirkjum er meðal þess sem í boði er.

Listahátíð var haldin fyrst sumarið 1970 og fagnar 40 ára afmæli sínu í ár. Frá upphafi hefur hátíðin verið í fararbroddi í íslensku menningarlífi, fært íslensku þjóðinni listamenn á heimsmælikvarða og veitt brautargengi nýjum straumum og hugmyndum á öllum sviðum lista í samstarfi við helstu menningarstofnanir landsins. Áhorfendur hafa flykkst á viðburði og eflaust eiga margir sína uppáhalds minningu frá Listahátíð. Miðaverði á hátíðina er haldið í lágmarki.

Þetta segir á vef Listahátíðar, en hátíðardagskrána og allar nánari upplýsingar er þar að finna.


















Yfirlit



eldri fréttir