Fréttir

10.5.2010

Toppstöðin leitar að verkefnisstjóra



Toppstöðin leitar að verkefnisstjóra til að leiða daglega starfsemi og uppbyggingu stöðvarinnar.

Helstu kröfur:

Frumkvæði og kraftur til knýjandi verka. Brennandi áhugi á nýsköpun og hönnun. Menntun á sviði hönnunar er kostur.

Mjög gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku. Önnur tungumál eru kostur.
Hæfni í samskiptum og reynsla af verkefnastjórn.
Góð og almenn tölvuþekking,
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Þekking á gerð fjárhagsáætlana.


Um er að ræða frumkvöðlastarf á vegum starfsorku og gert er ráð fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá (8gr.) í Vinnumarkaðsúrræði (skv. reglugerð 012/2009)

Umsóknir og ferilskrár sendist á netfang Toppstöðvarinnar toppstodin@gmail.com fyrir 15. maí.

www.toppstodin.is
















Yfirlit



eldri fréttir