Hönnuðurinn Sruli Recht heldur fyrirlestur í Opna listaháskólanum miðvikudaginn 12. maí kl.12:10 í Skipholti 1, stofu 113
Sruli Recht hönnunar stúdíóið er smátt í sniðum en tekur víða niður í hönnun sinni allt frá vöruhönnun og klæðskurði til
skóhönnunar. Þau hafa hannað allt frá regnhlífum til skotheldra trefla og nota efni í hönnun sína af ýsmu tagi og má þar nefna demanta, steypu, skinn og ull. Á hverju ári senda þau frá sér röð aukahluta.
Hægt er að skoða heimasíðu Sruli Recht hér
http://www.srulirecht.com/
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.
Viðburðurinn á facebook