Torfusamtökin efna til borgarafundar í aðdraganda borgarstjórnakosninga í Reykjavík,
fimmtudagskvöldið 13. maí kl. 20.00 í Iðnó.
Fulltrúum allra framboðslista til borgarstjórnarkosninga er boðið að
gera grein fyrir afstöðu flokka sinna til húsverndarmála, m.a. svara
spurningunni um hvaða sess húsvernd á að hafa í aðalskipulagi
Reykjavíkur? Að framsögum loknum verður opnað fyrir umræður og
spurningar.
Eftirtalin framboð hafa staðfest þátttöku á fundinum:
Samfylkingin: Hjálmar Sveinsson
Sjálfstæðisflokkur: Júlíus Vífill Ingvarsson
Vinstri hreyfingin - grænt framboð: Sóley Tómasdóttir
Besti flokkurinn: Páll Hjaltason
Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir
Formaður Torfusamtakanna, Snorri Freyr Hilmarsson hefur gert glæsilega bók
er nefnist 101 Tækifæri og kemur út í vikunni. Bókin verður til sýnis og sölu á fundinum.
Í kynningu á bókinni segir m.a. "Reykjavík á sér fallegan gamlan
miðbæ sem er sögulegt hjarta borgarinnar. Í máli og myndum er hér
vakin athygli á þeim verðmætum sem þessi mikilvægi borgarhluti býr
yfir og hvaða tækifæri eru í þeim fólgin. Að skoða hús er að skoða
aldarspegil. Sögulegt umhverfi er ómissandi fyrir mannlíf og
menningu Reykjavíkur til framtíðar litið. Tíðarandinn
hefur ekki alltaf verið reykvískum byggingararfi hagstæður. Þau
verðmæti sem í honum felast hafa ef til vill aldrei verið mikilvægari
en nú, þegar fram fer endurmat á öllum gildum samfélagsins."